Friday, July 16, 2004
Heilagt stríð
Ég á í stríði við skúringarliðið á vinnustaðnum. Mér finnst það þrífa umfram reglur og skyldur við skúringar. Þannig er mál með vexti að ég er eins og svo margir að reyna að drekka lögboðinn skammt af vatni pr. dag. Það gengur svona upp og ofan. Nýlega var settur upp vatnsdunkur svo núna get ég alltaf gengið að köldu og fersku vatni. Vandamálið er bara það að þau glös sem eru í boði við vatnsdunkinn eru hálfgerð dúkkuglös og það tæki mig margar ferðir fram og til baka, til að drekka þessa 1,5 til 2 lítra sem er víst búið að mæla út að hver meðaljón eigi að drekka.
Ég fann lausn á vandanum. Ég fékk mér einfaldlega stærra glas sem rúmar hálfan líter. Þetta hefði átt að vera lausnin á vandanum, en þá kom upp nýtt vandamál. Skúriningarfólkið (ekki konan), tekur nefnilega alltaf þetta forláta glas af borðinu mínu og felur það fyrir mér. Ég hef verið að finna það út í glugga, uppá skáp og bara alls staðar sem það á ekki að vera. Ég hef reynt að setja miða á glasið til að sporna við þessu, en það gengur bara ekkert. Ég verð bara að fara að fela glasið sjálf og finna einhvern rosalega góðan stað. Það er annað hvort það, eða færa vatnsdunkinn inn á skrifstofu til mín..
Ég fann lausn á vandanum. Ég fékk mér einfaldlega stærra glas sem rúmar hálfan líter. Þetta hefði átt að vera lausnin á vandanum, en þá kom upp nýtt vandamál. Skúriningarfólkið (ekki konan), tekur nefnilega alltaf þetta forláta glas af borðinu mínu og felur það fyrir mér. Ég hef verið að finna það út í glugga, uppá skáp og bara alls staðar sem það á ekki að vera. Ég hef reynt að setja miða á glasið til að sporna við þessu, en það gengur bara ekkert. Ég verð bara að fara að fela glasið sjálf og finna einhvern rosalega góðan stað. Það er annað hvort það, eða færa vatnsdunkinn inn á skrifstofu til mín..
Comments:
<< Home
Þetta hreingerningarlið hefur eitthvað á móti þér eða vatni, já eða stórum glösum. Ég legg til að þú fáir skúffu sem er hægt að læsa, læsir glasið í skúfunni og komir heim með lykilinn;)
Post a Comment
<< Home