Monday, March 30, 2009

 

Lundúnir

Ég held að það verði bara að segjast að mér þyki aldrei leiðinlegt að koma til London. Þessi ferð var að vísu töluvert frábrugðin fyrri ferðum, þar sem ekkert var skipulagt og ekkert var verslað. Sem sagt mjög ólíkt því sem ég á að venjast.

EN þetta var frábær ferð í alla staði. Við fórum á söfn, til Greenwich, röltum um bæinn (Covent Garden, Trafalgar Square, Leichester Sqare, Piccadilly Circus, Chinatown, Soho, Charing Cross Road og eftir árbakkanum hjá Tower Bridge), þrömmuðum upp allar tröppurnar í St.Pauls, fórum í leikhús, átum fish and chips og drukkum Guiness bjór. Ég smakkaði hann að vísu í fyrsta skipti í þessari ferð og fannst hann mjög góður. Ég upplifði það líka í fyrsta sinn að fara inn á listasafn og sjá málverk eftir stóru meistarana (Van Gough, Picasso, Renoir, Degas, Monet, Manet, Michaelangelo, DaVinci, Rafael, Rembrant, Cézanne og fleiri og fleiri). Það fannst mér alveg mögnuð upplifun.

OGGG að sjálfsögðu tókum við þátt í mótmælunum á laugardeginum...nema hvað.

Sunday, March 22, 2009

 

Þrír dagar í Londonferð

Ég veit, ég er orðin fastagestur í þessari borg. Það liggur við að ég geti farið að sækja um afsláttarkort eða lestarkort. Ég er sem sagt að fara þriðju ferðina til London á frekar stuttum tíma...tja stuttum tíma miðað við að áður hafði ég ekki farið til borgarinnar í 20 ár.

Aldrei þessu vant er ég ekki búin að skipuleggja neitt viðkomandi ferðina. Ég er nefnilega ein af þessum skipulögðu týpum, sem vill yfirleitt vera komin með nokkuð góða hugmynd að dagskrá þegar ég ferðast. Það hefur alltaf komið í minn hlut að skipuleggja dagskrá og stýra ferðinni...og finnst það ekki leiðinlegt. Ég vil nefnilega stjórna.

Í þetta skipti ætla ég ekki að gera það. Ég ætla að láta einhvern annan um að stýra ferðinni. EN það er ekkert auðvelt.

Saturday, March 14, 2009

 

Barnaland.is

Jæja, það fór þá ekki svo að maður nýtti sér ókeypis auglýsingavettvang, svona á síðustu og verstu. Ég ákvað að auglýsa heimilistæki, sem standa óhreyfð uppí skáp, bara til að losa pláss og fá kannski smá pening. Ég auglýsti sem sagt brauðvél, poppvél og ísvél til sölu og ákvað að auglýsa líka bílinn minn til sölu fyrst ég var byrjuð.

Ég er við símann...núna!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?