Sunday, June 17, 2007

 

Brennd kona forðast sólina

Ég fer greinilega ekki nógu oft til útlanda. Ég virðist amk ekki vita hvað húðin á mér þolir mikla sól. Mér finnst þetta líka soldið flókið, öll þessi flóra af sólarvörnum og ég veit ekkert hvað ég á að velja. Jú, ég brann í sólinni. Var með krökkunum í sundlauginni og skaðbrann á öxlum og bringu. Ég hálf skammast mín fyrir að vita ekki betur, sérstaklega þegar dóttirin er eins of pro-tanner við hliðina á mér, næpuhvítri og sólbrenndri. Stundum held ég hreinlega að ég hafi ekki verið hönnuð til að liggja í sólböðum. Ég verð nefnilega alltaf rauð, aldrei brún.

Anyway, það er 17. júní í dag og í tilefni dagsins á að skella sér í mini-golf. Maður verður nú að fara í eitthvað golf í þessu golfhéraði. Síðan er ætlunin að grilla dýrindis nautasteikur í kvöld. Við ætluðum að efna til skrúðgöngu í dag, en því miður gleymdust flöggin heima.

Monday, June 11, 2007

 

Amerískt kvef

Það verður að prófa allt í Ameríkunni. Það hafði aldrei hvarflað að mér að það væri hægt að verða kvefaður í sól og sumaryl. Kannski er það loftkælingunni að kæla, kannski eru hér einhverjar útlenskar bakteríur sem við hvítingjarnir ráðum ekki við. Sonurinn byrjaði með tilheyrandi hnerraköstum og sniffi . Í gærkvöldi fór ég svo að taka undir. Nú hnerrum við og snýtum okkur í kapp við hvort annað.

Á eftir verður stefnan tekin út í apótek að kaupa einhver meðul. Þeir eiga víst nóg af því hérna í fyrirheitna landinu.

Friday, June 08, 2007

 

Heitt, heitt, heitt

Það er sko ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér á Florida. Hitinn er samt bara þægilega mikill, amk. alveg nóg fyrir okkur hvítingjana. Við mæðgurnar erum duglegar að vera í sólinni, en syninum finnst eiginlega bara of heitt. Það eru líka einhverjar leiðinda flugur að angra hann. Hann er nú ekki mikil hetja þessi elska.

Veðurútlit er nokkuð gott, þó veðurfræðingar séu alltaf að segja að það sé 30% líkur á rigningu. Hún hefur ekki látið sjá sig, amk. ekki ennþá. Nú ef hún lætur sjá sig, þá má alltaf taka stefnuna á næsta moll. Það er víst nóg af þeim hérna í nágrenninu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?