Thursday, March 29, 2007

 

Sorg

Sonur minn er mjög sorgmæddur í dag. Ástæðan er sú að annar dverghamsturinn hans gaf upp öndina í gærkvöldi. Þetta er í raun í fyrsta skipti sem sonur minn kemst í kynni við dauðann. Honum þótti ofboðslega vænt um þennan dverghamstur, tók hann upp daglega og kyssti hann á kollinn. Það var því töluvert sjokk þegar hann tók upp hreyfingarlausan dverghamstur í gærkvöldi.

Útförin fer fram um helgina.

Monday, March 19, 2007

 

Nokkrir punktar

Ég hef verið soldið hugmyndasnauð undanfarið og ekki nennt að blogga. Samt hefur ýmislegt þotið í gegnum huga mér, eins og td:

1. Mér finnst nýi James Bondinn vera húmorslaus. Hann er líka svo kaldur kall að það mætti halda að hann væri vélmenni.
2. Zero áhugi. Mér finnst nýi Kók Zero drykkurinn eins og sápuvatn á bragðið.
3. Stundum skil ég alveg af hverju tröllið undir brúnni er svona geðvont.
4. Ég held að mér finnist Kappi betri en Klói.
5. Skattskýrslan mín er svo sjálfvirk í ár að það tekur því varla að fylla hana út.
6. Það eru 78 dagar þangað til við förum til Florida.
7. Ég þarf að fara til augnlæknis.

Fleira var það ekki í bili.

Monday, March 12, 2007

 

Tryggingar enn og aftur

Ég talaði við tryggingafulltrúa hjá VÍS og hann var tilbúinn að bjóða mér bílatryggingu fyrir 59 þús. Það er tæplega 20 þús krónum minna en Sjóvá ætlaði að láta mig borga. Ég var að sjálfsögðu mjög ánægð með það. Ég fer líklega í dag eða á morgun að hitta þennan ágæta mann og spjalla við hann um mínar tryggingar. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því dæmi.

Ég ákvað að snúa mér til VÍS, því að þegar ég var að leita eftir hagstæðasta tilboði í tryggingar fyrir húsfélagið, þá voru þeir með lang besta verðið. Vonandi verð ég jafn heppin og fæ lækkun á hinar tryggingarnar mínar líka.

Það borgar sig að fylgjast með þessum málum.

Thursday, March 01, 2007

 

Sextán

Við mæðgurnar skelltum okkur á Versló-sýninguna. Ég hef alltaf jafn gaman að fara og sjá þessar sýningar, enda gamall Verslingur. Sýningin var mjög skemmtileg, en höfðaði þó betur til unglingsins. Krakkarnir fóru margir hverjir á kostum og sýndu mikil tilþrif. Ég kannaðist við nokkur nöfn í leikskránni og þar á meðal voru tvær ungar stúlkur sem eru dætur fyrrverandi bekkjarfélaga minna. Nú er maður orðinn svo gamall að maður þekkir foreldrana. Samt finnst mér það hálf skrýtið, því mér finnst svo stutt síðan ég útskrifaðist úr Versló.

Tíminn líður allt of hratt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?